Þær lotur sem eru búnar hafa klárlega hjálpað mér í starfi, þar sem það er farið yfir flestar þær aðstæður  sem koma og geta komið upp á vinnustað. Þetta nám er í 100% fjarnámi og finnst mér það mjög gott. Zoom fundirnir eru fróðlegir þar sem allir hittast þar og fara yfir og miðla sinni reynslu. Zoom fundirnir eru teknir upp, fyrirlestrar og glærur, þannig að þú getur hagað þínum tíma að vild.
Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla með mannaforráð og einnig fyrir þá sem stefna að því.