Fjarnámið er hrein snilld og sveigjanleikinn í þessu tiltekna námi er til fyrirmyndar fyrir fólk sem er í krefjandi stöðu yfirmanna.  Mér finnst ég vera mjög heppin að hafa fengið tækifæri til að eflast og bæta mig í starfi.  Það sem við höfum lært í Stjórnendanáminu hjálpar mér á hverjum degi, í samskiptum við mína undirmenn, ákvarðanatöku og í skipulagi verkefna. Ég á auðveldara með að hefja máls á því sem þarf að ræða og gert mig meðvitaðri um hvernig maður stýrir slíku samtali. Ég leita meira eftir styrkleikum starfsmanna og legg mig betur fram við að hlusta á þeirra sjónarmið. Námið hefur hjálpað mér að verða traustari og ákveðnari stjórnandi sem auðveldar mér að tækla þau mál sem þarf að leysa.

Leave a Comment