Ég var lengi búin að velta fyrir mér að setjast aftur á skólabekk en fann ekki nám sem heillaði mig eða hentaði mér. Svo rakst ég á þetta nám og það passaði í öll boxin hjá mér, aðgengilegt, 100% fjarnám, áhugavert og vel skipulagt.
Mér finnst frábært að þetta nám sé sett svona upp og zoom fundirnir frábært verkfæri og góð leið til að nálgast kennarana og kynnast aðeins samnemendum sínum án þess að þurfa að ferðast í annan landshluta með tilheyrandi fyrirhöfn.
Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir hvern sem er hvort sem viðkomandi sé stjórnandi, millistjórnandi eða stefnir að því. Þetta nám stendur vel undir mínum væntingum og hefur þegar haft áhrif á hvernig ég sinni mínu starfi. Einnig er ég komin með frábæran grunn í framtíðarstjórnenda eða millistjórnendstöðu.