Agla  Eir Vilhjálmsdóttir

Agla Eir Vilhjálmsdóttir


Kynning á kennaranum

Agla starfaði sem lögfræðingur Viðskiptaráðs og verkefnastýrði 6. útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, gefnum út af Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Þá hefur hún tekið þátt í norrænu og evrópsku samstarfi á sviði stjórnarhátta og stýrði Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands. Agla hefur mikinn áhuga á rekstrarumhverfi fyrirtækja, öllu sem við kemur stjórnarháttum og sér í lagi hvernig minni fyrirtæki geta nýtt sér tæki og tól góðra stjórnarhátta. Agla er með ML próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en stundar nú LLM nám við Columbia háskóla í New York.