Aldís Guðný Sigurðardóttir

Aldís Guðný Sigurðardóttir


Kynning á kennaranum

Aldís Guðný er Lektor við Háksólann í Reykjavík og gestarannsakandi við tækniháskólann í Twente í Hollandi. Aldís hefur kennt samningatækni og tengd fög við Háskólann í Reykjavík, tækniháskólann í Twente og Háskólann á Bifröst til fjölda ára. Aldís er með doktorsgráðu í viðskiptafræði og var doktorsverkefni hennar var um hvaða hegðun sé vænlegri til árangurs í samningaviðræðum. Aldís hefur mikla reynslu af stjórnendaþjálfun á Íslandi sem og í Danmörku, Póllandi og í Hollandi og hefur hún rekið ráðgjafafyrirtæki í Hollandi og starfað sem ráðgjafi hjá Aton.JL hér á íslandi í sérverkefnum. Þar að auki hefur hún umtalsverða reynslu af sáttarmiðlun og kjarasamningagerð og hefur starfað fyrir launagreiðendur og stéttarfélög bæði sem ráðgjafi og sem formaður samninganefnda. Aldís Guðný starfaði um árabil sem aðstoðarsáttasemjari hjá embætti Ríkissáttasemjara.