Aldís Guðný Sigurðardóttir
Kynning á kennaranum
Aldís Guðný er Lektor við tækniháskólann í Twente í Hollandi en ásamt kennslu þar hefur hún hefur kennt samningatækni og tengd fög í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst til fjölda ára. Aldís er með doktorsgráðu í viðskiptafræði og var doktorsverkefni hennar um hvaða hegðun sé vænlegri til árangurs í samningaviðræðum. Aldís hefur mikla reynslu af stjórnendaþjálfun á Íslandi sem og í Danmörku, Póllandi og í Hollandi og hefur hún rekið ráðgjafafyrirtæki í Hollandi og starfað sem ráðgjafi hjá Aton.JL hér á íslandi í sérverkefnum. Þar að auki hefur hún umtalsverða reynslu af kjarasamningum og hefur starfað fyrir fyrirtæki og stéttarfélög bæði sem ráðgjafi og sem formaður samninganefnda. Meðfram starfi sínu við tækniháskólann í Twente í Hollandi starfar Aldís Guðný jafnframt sem aðstoðarsáttasemjari hjá embætti Ríkissáttasemjara.