Ari Kristinn Jónsson

Ari Kristinn Jónsson


Kynning á kennaranum

Ari Kristinn Jónsson er framkvæmdastjóri Videntifier Technologies og situr í stjórnum NATO Innovation Fund, RARIK, Ahead, AMÍS og Ungra frumkvöðla. Hann er með doktorsgráðu í tölvunarfræði frá Stanford háskóla, með áherslu á gervigreind. Sérþekking og reynsla Ara spannar gervigreind, stjórnun, stefnumótun, nýsköpun, fjármögnun og fleira. 

Ari var rektor Háskólans í Reykjavík í tæp 12 ár, en á þeim tíma starfaði hann einnig að þróun frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfisins á Íslandi, meðal annars með setu í stjórnum sprotafyrirtækja, sem og stuðningsaðilanna Klak og Innovit. Á sama tíma tók Ari þátt í opinberri stefnumótun á sviðum tækni, vísinda, nýsköpunar og menntunar.  Hann sat í vísinda- og tækniráði í 10 ár og leiddi tveggja ára samstarfsverkefni með MIT til að efla nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi.

Áður en Ari gekk til liðs við HR, þá starfaði hann í 10 ár sem vísindamaður og stjórnandi hjá NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Þar leiddi hann þróun og hagnýtingu gervigreindartækni fyrir stjórnun geimferða og vann meðal annars að Mars könnunarförum og alþjóðlegu geimstöðinni.