Arnheiður  Eyþórsdóttir

Arnheiður Eyþórsdóttir


Kynning á kennaranum

Arnheiður er matvælafræðingur (BSc) frá Háskóla Íslands og hefur síðan starfað hjá ýmsum matvælaframleiðslufyrirtækjum, einkum við gæðamál og vöruþróun. Jafnframt starfaði hún um 10 ára skeið hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem útibússtjóri á Akureyri. Hún lauk síðan MSc prófi í auðlindafræðum með áherslu á líftækni og hefur starfað við kennslu og rannsóknir við auðlindadeild Háskólans á Akureyri frá 2007. Arnheiður hefur langa reynslu af verkefnum varðandi gæðamál og gæðakerfi bæði í framleiðslufyrirtækjum og í menntakerfinu og starfaði við kennslu og rannsóknir við auðlindadeild HA í tæp 20 ár.