Björgvin Franz Gíslason

Björgvin Franz Gíslason


Kynning á kennaranum

Björgvin Franz Gíslason hefur starfað sem leikari síðan hann brauskráðist frá Listaháskóla Íslands 2001. Síðan þá hefur hann leikið hin ýmsu leikhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Íslands og Senu. Einnig starfaði hann um árabil sem dagskrárgerðarmaður hjá RÚV sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar, auk þess að starfa sem talsetjari teiknimynda hjá Stúdíó Sýrlandi. Þar sá hann einnig um að leikstýra, þýða og kenna fullorðnum leiklist og talsetningu. Björgvin er með BFA gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands, auk þess að að vera með MLS gráðu frá Háskólanum í Minnesota þar sem hann stundaði þverfaglegt nám.