Edda Björgvinsdóttir

Edda Björgvinsdóttir


Kynning á kennaranum

Edda Björgvinsdóttir hefur áratuga reynslu af tjáningu og framsögn bæði í ræðu og riti. Um árabil hefur hún komið fram á fjölum allra helstu leikhúsa hér á landi auk þess að hafa leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina. Síðustu ár hefur Edda haldið námskeið og fyrirlestra um húmor í stjórnun og tjáningu fyrir velflest stórfyrirtæki og stéttarfélög landsins. Á námskeiðunum er meðal annars boðið upp á ýmis konar þjálfun í tjáningu, ræðumennsku, sjálfsstyrkingu, þjónustulund, húmor sem samskipta- og stjórntæki, heilsueflingu, leikræna tjáningu og framsögn. Edda er með M.A. í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst auk Diplómu í Jákvæðri Sálfræði frá Háskóla Íslands.