Edda  Konráðsdóttir

Edda Konráðsdóttir


Kynning á kennaranum

Edda er sérfræðingur í viðskiptaþróun sprotafyrirtækja, hún brennur fyrir nýsköpun og rekur sitt eigið ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn. Ásamt því er Edda stofnandi Nýsköpunarvikunnar og hefur þar að auki sinnt kennslu á nýsköpunarnámi við Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Edda starfaði áður í rúm 4 ár hjá Icelandic Startups þar sem hún stýrði tæknihraðlinum Startup Reykjavík, frumkvöðlakeppninnni Gullegginu og fleiri samnorrænum nýsköpunarverkefnum sem snúa að því að styðja sprotafyrirtæki við að ná fótfestu á erlendum mörkuðum. Edda er menntuð með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.