Eðvald Möller

Eðvald Möller


Kynning á kennaranum

Eðvald er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt verkefnastjórnun til fjölda ára. Hann hefur rúmlega 30 ára reynslu af gerð áætlana, arðsemismats og rekstrar- og verkefnastjórnun í fyrirtækjum og stofnunum, bæði hér á landi og erlendis. Eðvald lauk doktorsprófi í verkfræði frá Imperial College London, MS-gráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá KTH Royal Institute of Technology í Stokkhólmi og MBA-gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og fjármál fyrirtækja frá University of Edinburgh Business School.

Eðvald hefur meðal annars skrifað bækurnar Handbók viðskiptamannsins og Verkefnastjórnun.