Helga Lára Haarde

Helga Lára Haarde


Kynning á kennaranum

Helga Lára starfar í dag sem sérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Áður starfaði hún hjá Maskínu ehf, fyrirtæki á sviði viðhorfsrannsókna, frá 2011 – 2017. Einnig hefur hún starfað sem aðstoðarkennari við Háskóla Íslands og kenndi þar m.a. aðferðarfræði rannsókna. Helga Lára lauk MS gráðu í félags-og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. í sálfræði frá sama skóla. Hún hefur víðtæka reynslu af gerð og vinnslu megindlegra og eigindlegra rannsókna, kannana og greininga.