Kjartan  Sigurðsson

Kjartan Sigurðsson


Kynning á kennaranum

Kjartan Sigurðsson er kennari og verkefnisstjóri við Háskólann í Reykjavík. Kjartan hefur umsjón með framkvæmd og innleiðingu á PRME (Principles for Responsible Management Education) í HR, en PRME er frumkvæði Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlegt samstarf viðskiptaháskóla til að efla menntun á svið samfélagslegrar ábyrgðar, sjálfbærni og viðskiptasiðferðis. Kjartan er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og University of Nottingham, en hann gerir ráð fyrir að verja doktorsritgerð sína haustið 2019. Hann er með MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í Félagsfræði frá Háskóla Íslands. Kjartan hefur víðtæka reynslu sem framkvæmdastjóri og frumkvöðull. Einnig hefur hann starfað víða í Evrópu og á Íslandi við ráðgjöf á innleiðingu og framkvæmd áætlanagerða í fyrirtækjum á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, sjálfbærni og nýsköpunar frá 2011-2016. Kjartan hefur víðtæka reynslu á sviði rannsókna á sviði samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja bæði á Íslandi sem erlendis, en rannsóknir hans fela meðal annars í sér skoða hvort að fyrirtæki hafi hagsmuni af því að innleiða og þróun stefnu um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.