Magnús Smári Smárason

Magnús Smári Smárason


Kynning á kennaranum

Magnús Smári er lágkóða gagnagrúskari sem hefur tileinkað sér notkun gervigreindarverkfæra frá árinu 2022. Hann hefur sótt námskeið við Oxford-háskóla og tekið þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð gervigreindar. Magnús hefur komið víða við en hann starfaði í 16 ár hjá Slökkviliði Akureyrar og sótti sér m.a. menntun sem bráðatæknir til Bandaríkjanna. Einnig er hann með B.A.-próf í lögfræði og er mikill áhugamaður um lögfræði og heimspeki. Magnús er afar forvitinn að eðlisfari og mikill grúskari. Hann hefur einnig komið víða að þjálfun og kennslu. Þessi þverfaglegi bakgrunnur og reynsla í mannlegum samskiptum gerir hann að góðum leiðbeinanda. Hann leggur áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun og vill tryggja að allir fái notið sín og fái það sem þeir stefna að út úr námskeiðinu.

Reynsla og verkefni:

  • Hann hefur unnið að þróun og gerð fjölbreyttra verkfæra og lausna sem hann nýtir í daglegu starfi og áhugamálum frá 2022.
  • Hefur skrifað pistla fyrir Akureyri.net um gervigreind, þar sem fjallað er um tæknina sjálfa, samfélagsleg áhrif og siðferðileg málefni.
  • Bjó til gagnvirka kortasjá af Íslandi sem sýnir yfir 700 hús sem Arnór Bliki hefur skrifað um á Akureyri.net síðan 2009.
  • Hefur gert tilraunir með gerð tónlistar og tónlistarmyndbanda með aðstoð gervigreindar.
  • Notað gervigreind til að skapa myndir sem prýtt hafa pistla hans.

Kennslunálgun:

Magnús byggir á hugmyndafræði Erdos Research um að valdefla einstaklinga sem ekki hafa formlegan tölvunarfræðibakgrunn. Markmið hans er að hjálpa nemendum að:

  • Öðlast skilning og færni í notkun gervigreindar.
  • Læra að einfalda og auðvelda verkþætti með gervigreind.
  • Takast á við flókin verkefni sem áður kröfðust sérhæfðrar tækniþekkingar.