Margrét  Rósa Sigurðardóttir

Margrét Rósa Sigurðardóttir


Kynning á kennaranum

Margrét Rósa Sigurðardóttir er lærður setjari/bókagerðarmaður og eftir framhaldsnám og störf í Þýskalandi kenndi hún grafíska hönnun í Listaháskólanum og við Myndlistarskólann á Akureyri. Hún lauk kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri 2001. Hún hefur kennt bókasafnstæknum margmiðlun í fjarnámi og er nú framhaldsskólakennari í Borgarholtsskóla og verkefnastjóri Námsþings skólans. Hún kennir fjölmiðlafræði, upplýsingatækni og grafíska hönnun. Einnig er hún ráðgjafi í endurhönnun ferla í útgáfuþjónustu.