Ögmundur Knútsson

Ögmundur Knútsson


Kynning á kennaranum

Ögmundur starfar sem dósent við Viðskipta- og Raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Ögmundur er með próf frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði sem fiskiðnaðarmaður og fisktæknir. Hann starfaði um nokkurn tíma sem verkstjóri og framleiðslustjóri í fiskvinnslu áður en hann hóf nám við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan sem viðskiptafræðingur með áherslu á gæðastjórnun 1993. Ögmundur lauk doktorsgráðu frá Viðskiptadeild Háskólans í Edinborg með megin áherslu á stjórnun og samstarf fyrirtækja árið 2001. Ögmundur hefur víðtæka reynslu í ráðgjöf innanlands og erlendis sérstaklega varðandi sjávarútveg. Hann hefur einnig víðtæka reynslu í kennslu bæði á háskólastigi sem og í námskeiðshaldi fyrir sérfræðihópa. Hann hefur starfað mikið fyrir Sjávarútvegsskóla háskóla sameinuðu þjóðanna í kennslu og námskeiðhaldi m.a. í Asíu og Karabíska hafinu.