Smari S. Sigurdsson
Kynning á kennaranum
Smári hefur mikla reynslu af kennslu, stjórnun og ráðgjöf á sviði framleiðslu- og gæðastjórnunar. Hann hefur komið að margvíslegum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði skapandi greina, straumlínustjórnunar, útvistunar verkefna og netsamstarfi fyrirtækja.
Smári er með B.Sc gráðu í rekstrartæknifræði frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum í Danmörku og M.Sc gráðu í stjórnun, nýsköpun og frumkvöðlafræði frá Háskólanum í Stirling, Skotlandi.