Stefán Sigurðsson
Kynning á kennaranum
Stefán Sigurðsson hefur vel á tveggja áratuga reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann var forstjóri Sýnar, Vodafone á Íslandi (2014 til 2019). Þar á undan var hann framkvæmdastjóri Eignastýringar Íslandsbanka í sex ár (2008 til 2014) þar sem hann var sérstakur ráðgjafi bankastjóra um stefnumótun, átti sæti í framkvæmdastjórn bankans og ýmsum nefndum, svo sem tækninefnd, fjárfestingaráði, viðskiptaráði og húsnæðisnefnd. Stefán hefur auk þess breiða reynslu sem innifelur vöruþróun, viðskiptaþróun, almanna- og fjárfestatengsl, markaðsviðskipti og fjárstýringu. Hann hefur MSc. gráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla (2006) og BSc. gráðu frá Háskóla Íslands (1996). Stefán var í stjórn Viðskiptaráðs frá 2016 til 2020. Hann er stjórnarformaður Verðbréfamiðstöðvar Íslands, stjórnarmaður í Isavia ANS og FÓLK Reykjavík. Stefán rekur einnig Nordic Development ehf. sem starfar að þróunarverkefnum og ráðgjöf meðal annars á sviði stefnumótunar.