Þórhallur Guðlaugsson

Þórhallur Guðlaugsson


Kynning á kennaranum

Dr. Þórhallur Guðlaugsson er dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BS prófi í iðnaðartæknifræði árið 1994 frá Tækniháskóla Íslands og BS prófi í alþjóðamarkaðsfræði árið 1995 frá sama skóla. Þá lauk hann MS próf í viðskiptafræði, með áherslu á markaðsfræði og aðferðafræði félagsvísinda, frá Háskóla Íslands árið 2001 og doktorsprófi í þjónustustjórnun frá sama skóla árið 2010. Þórhallur hefur áralanga reynslu sem stjórnandi í atvinnulífinu og kennt í háskólum frá árinu 1994. Frá árinu 2001 hefur háskólakennsla verið aðalstarf Þórhalls og hefur hann meðfram kennslu og rannsóknum gegnt fjöldamörgum trúnaðarstörfum innan Háskóla Íslands. Meðfram kennslustarfinu hefur Þórhallur veitt fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í viðfangsefnum er tengjast markaðs- og þjónustustjórnun og frá 2008 hefur hann verið framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Thor ehf.