Valgerður Rúnarsdóttir

Valgerður Rúnarsdóttir


Kynning á kennaranum

Læknir frá HÍ 1992, sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum frá Brown University RI, Bandaríkjunum árið 2000, unnið í fullu starfi við fíknlækningar hjá SÁÁ síðan. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ frá 2017.

Nánar:

Nám:

Útskrifaðist úr Læknadeild HÍ vorið 1992

Lauk sérnámi frá Brown University, RI, Bandaríkjunum með Board´s-prófi í lyflækningum 1999 og síðan í fíknlækningum árið 2000

Opinber stjórnsýsla fyrir stjórnendur í heilbrigðiskerfinu, Diploma frá HÍ, vorið 2014

Árleg endurmenntun, námskeið og þjálfun

Starf:

Almennur læknir á Landspítala 1992-1996 ásamt afleysingum á fleiri stöðum.

Frá lokum sérnáms sumarið 2000 unnið í fullu starfi sem fíknlæknir hjá SÁÁ, og frá 2017 verið að auki forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.

Félags- og fræðslustörf lækna:

Í stjórn FSL; félags sjúkrahúslækna, er gjaldkeri

Sinnt mörgum störfum fyrir LÍ, Læknafélag Íslands, m.a. varaformaður, stjórnarsæti, sæti í ýmsum ráðum og nefndum.

Meðlimur í alþjóðlegum samtökum fíknlækna, ASAM og ISAM

Sinnt fræðslu lækna og læknanema, haldið ótal erindi hérlendis og á alþjóðlegum ráðstefnum, sinnt rannsóknum og skrifum, verið í nefndum á vegum heilbrigðisyfirvalda.