Allar loturnar í Stjórnendanáminu

Stjórnendanám

  • Næsta námskeið hefst
    -
Yfirlit

Skráðu þig í allar loturnar í Stjórnendanáminu með einni greiðslu. 

Hægt er að taka námið á tveimur árum. 

Endurmenntun fyrir stjórnendur og millistjórnendur

Kröfur í nútíma rekstri eru miklar og veröldin breytist á ógnarhraða. Því er nauðsynlegt að hafa yfirgripsmikla þekkingu til að sinna starfinu sem skyldi.

Vinnumarkaðurinn þarf stjórnendur og millistjórnendur sem hafa rétt verkfæri á höndum sér til að bregðast við breytingum jafnhratt og þær koma. Ef eina verkfærið í boði er hamar verða öll vandamálin nagli. Með því að búa yfir góðri verkfærakistu er hægt að bregðast við ólíkum vandamálum á mismunandi hátt sem leiðir af sér betri og skilvirkari stjórnun.

Námið veitir:

  • Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
  • Aukið sjálfstraust
  • Meiri starfsánægju
  • Aukin tækifæri á vinnumarkaði

     

Hagnýtar upplýsingar

Næsta upphafsdagsetning er 5. október 2025

  • Unnið er með raunveruleg viðfangsefni sem veita nemendum aukna færni í starfi
  • Farið er yfir stjórnun, verkstýringu og mannaforráð
  • Námsmat tekur tillit til ólíkra þarfa nemenda
Fyrirkomulag fjarnáms

Námið er að öllu leyti kennt í fjarnámi.

 

Inntökuskilyrði

Engar forkröfur eru gerðar um menntun

Dagskrá

Upplýsingar um lotur

Námið samanstendur af fimm sjálfstæðum lotum. Æskilegt er að ljúka lotu 1 áður en lota 2 er tekin en það er þó ekki skylda.
Hver lota skiptist í áfanga sem eru mismargir eftir lotum. Hver áfangi hefst á sunnudegi og tekur eina viku. Gert er ráð fyrir að nemendur verji um 10 klst. í nám og verkefnavinnu í hverri viku. Hóparnir hittast reglulega í gegnum internetið og hafa greiðan aðgang að kennurum á meðan á námi stendur.

LOTURNAR ERU EFTIRFARANDI:

Lota 1: Ég - stjórnandinn/millistjórnandinn

  • 12 áfangar - 13 vikur
  • Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?" og „Hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?"

Lota 2: Stjórnun mannauðs

  • 12 áfangar
  • Fjallar um meginatriði mannauðsstjórnunar, bæði í skipulagseiningu (deild, sviði, útibúi) og skipulagsheild (fyrirtæki, stofnun).
  • Fjallar um starfsaðstöðu, velferð (s.s. öryggismál, heilsufar), fjarvistir og ýmis vandamál sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við - ásamt lausnum.

Lota 3: Fyrirtækið – Skipulag

  • 10 áfangar - 11 vikur
  • Fjallað um innra skipulag fyrirtækja sem stjórnandi/millistjórnandi þarf að hafa þekkingu á og hæfni til að takast á við hverju sinni, s.s stjórnkerfisskipulag og ákvarðanatöku á þeim vettvangi, stefnuvinnu og samkeppnishæfni, formlegt starfsmannahald, gæðakerfi, öryggismál á vinnustað og viðhald tækja, einkum með tilliti til öryggis og framleiðni.

Lota 4: Fyrirtækið – Rekstur

  • 9 áfangar - 10 vikur
  • Stjórnendur / millistjórnendur eru leiddir í gegnum þau atriði í rekstraráætlunum sem þeir þurfa að standa klárir á. Þetta lýtur að markmiðum, ferlum, framleiðnimælingum, hagræðingu og tölulegum rekstrarupplýsingum.

Lota 5: Fyrirtækið í nútíð og framtíð

  • 8 áfangar
  • Sjónum beint að fyrirtækinu í nær- og fjærumhverfi sínu, eigendum, viðskiptavinum, keppinautum, birgjum, stofnunum og stjórnvöldum. Fjallað er um þessa þætti í ljósi stefnu skipulagseiningar, t.d. umhverfis- og samfélagsstefnu.
Kennarar

Hægt er að fræðast um kennarana okkar inn á https://stjornendanam.is/kennarar/

Tímabil
Kostnaður

Verð fyrir allar lotur er 1.050.000,- kr. 

Félagsmönnum í stjórnendafélögum landsins býðst 80% endurgreiðsla á námsgjöldum í gegnum Menntasjóð STF. 
Skoðaðu rétt þinn á endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi eða skráðu þig í félag innan STF (heimasíða Sambands stjórnendafélaga).

 

 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða