Samningatækni og afburðastjórnun

Stjórnendanám

Yfirlit

Nútíma samfélag og viðskiptaumhverfi kalla eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna margvíslegum verkefnum. SAMNINGATÆKNI OG AFBURÐASTJÓRNUN (SOGA) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði stjórnunar og forystu.

Námið er ætlað þeim sem hafa lokið Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun.

Nánari upplýsingar á soga.is

Efnisskrá

Námið byggir á að efla fjóra megin færniþætti meðal þátttakenda: GÆÐASTJÓRNUN, SAMNINGATÆKNI, AFBURÐASTJÓRNUN og MARKÞJÁLFUN. Það samanstendur af fjórum námskeiðum sem skiptast á  tvö misseri. Unnið er með færniþættina yfir allan námstímann og áhersla lögð á að kenna nemendum hagnýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þeirra. Kennt er með því að fást við raunhæf verkefni, en mikill hluti námsreynslunnar á sér stað bæði í kennslustofunni – í fjölbreyttri vinnu og krefjandi verkefnum – og í hópverkefnum sem unnin eru með öðrum þátttakendum.

Dagskrá

Kennsla í Símenntun Háskólans á Akureyri veturinn 2019 – 2020:

1. misseri

  • Vika 1: 9. september – 13. september
  • Vika 2: 11. nóvember – 14. nóvember

2. misseri

  • Vika 3: 3. febrúar – 7. febrúar
  • Vika 4: 16. mars – 19. mars
Kennarar

Dr. Helgi Þór Ingason, véla- og iðnaðarverkfræðingur og dr. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol., M.Phil. og sálgreinir

Tímabil
Kostnaður

Verð: 695.000 kr.

Upphafsdagur
Upphafsdagur09 Sep 19
TímalengdSímenntun
Verðkr 695.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða