Ég hef starfað við stjórnun í 30 ár og fannst þetta frábært tækifæri til að fylla í eyðurnar og sjá hvað ég hef verið að gera rétt og hvað mætti betur fara. Að auki hef ég öðlast heilmikla nýja þekkingu. Námið er í 100% fjarnámi og hefur því ekki truflað starf mitt heldur bætt það ef eitthvað er. Uppsetningin á náminu er til fyrirmyndar og þegar ég, 60 ára, með lesblindu og skrifblindu sem hef ekki verið í námi í 30 ár hef jafn mikið gagn og gaman af þessu eins og raun ber vitni þá ættu flestir að hafa það líka.
Ég mæli hiklaust með þessu námi.

Leave a Comment