Einar Logi Friðjónsson

Einar Logi Friðjónsson

Ég valdi námið þar sem að ég stefni á að fá stjórnendastöðu einn daginn og tel ég að þetta nám hjálpi mér að ná mínu markmiði að verða stjórnandi. Námið hefur opnað dyr sem ég var ekki að spá í áður og ég er alltaf að nota það sem ég er að læra í náminu á mínum vinnustað. Ég mæli hiklaust með þessu námi og námið stendur algjörlega undir væntingum mínum og gott betur en það.

Eygló Sif Halldórsdóttir

Eygló Sif Halldórsdóttir

Stjórnendanámið kom mér skemmtilega á óvart hversu yfirgripsmikið og hagnýtt það væri. Það gaf mér dýpri skilning á hlutverki stjórnandans og verkfæri sem ég hef strax getað nýtt í starfi mínu sem leikskólastjóri. Ég finn að ég tek ákvarðanir með meiri festu, samskipti eru markvissari og ég hef öðlast aukið sjálfstraust í leiðtogahlutverkinu.

Sem stjórnandi í leikskóla mun ég halda áfram að byggja á því sem ég hef lært og nýta þessa þekkingu í daglegum áskorunum. Einnig er ég þakklát fyrir þau dýrmætu tengsl sem urðu til í náminu – hóp fagfólks sem ég get leitað til eftir ráð og stuðning þegar á reynir.

Benedikt Snær Magnússon

Benedikt Snær Magnússon

Stjórnendanám er fyrir alla þá sem sem vilja styrkja sig í þeim áskorunum sem fylgja samskiptum á vinnustað, enda farið um víðan völl, og kosturinn við þetta nám er að maður þarf ekki að vera sérfræðingur í neinu. Námið hjálpaði mér að auka sjálfstraust mitt og gaf mér þekkingu til þess að ég geti tekið að mér verkefni sem mér hefði ekki einu sinni órað fyrir að ég myndi geta tekið að mér.

Bylgja Dögg Kristjánsdóttir

Bylgja Dögg Kristjánsdóttir

Stjórnendanámið er afar gagnlegt og vel upp sett. Það er 100% fjarnám sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Loturnar eru fróðlegar og hagnýtar, og margt af því sem ég lærði gat ég strax byrjað að nýta mér í mínu starfi. Námið styrkti mig bæði faglega og persónulega sem stjórnanda.

Kristjana Jónsdóttir

Kristjana Jónsdóttir

Námið hefur hjálpað mér svo mikið að það er himinn og haf á milli þess hvað vinnan mín er orðin þægilegri, álagið orðið hæfilegt og ég næ að innleiða strax það sem við erum að læra. Ég lærði mikið af því að skipuleggja mig og er það að nýtast mér vel, aukið sjálfstraust og trú á sjálfa mig, sem er lykillinn í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Fyrir mig var skráning í námið það allra besta sem ég gat gefið sjálfri mér.

Ég mæli með þessu námi fyrir alla millistjórnendur og stjórnendur og auðvitað þá sem langar að feta sig í þá átt. Námið stendur 100% undir væntingum, það er skemmtilega uppsett og hver einasta vika einkennist af uppgvötunum og mikilli skemmtun, kennararnir eru allir frábærir, jákvæðir og hjálpsamir. Í náminu eru nemendur sem vinna allskonar ólíka vinnu en öll eigum við það sameiginlegt að vera að stjórna og við lærum ótrulega mikið af hvort öðru.

Birna Dögg Guðmundsdóttir

Birna Dögg Guðmundsdóttir

Stjórnendanámið færði mér verkfæri sem ég vissi ekki að ég gæti notað í stjórnun og gerði mig þar af leiðandi að betri stjórnenda fyrir vikið. Námið hjálpaði mér að fara út úr þægindarammanum sem ég var komin í sem stjórnandi og hvernig ég tók á vandamálum og áskorunum. Ég er tilbúnari að takast á við verkefni sem mér færast og leysa þau á áhrifaríkari þátt. Félagsskapurinn og spjöllin sem hafa myndast hjá okkur samnemendunum eru gulls ígildi því við fengum tækifæri til að læra líka af hvort öðru ásamt því að mynda tengslanet okkar á milli sem við getum nýtt okkur í framtíðinni. Ég myndi mæla með Stjórnendanáminu fyrir alla sem eru ekki tilbúnir í háskólanám en vilja samt bæta við sig þekkingu, eins og ég gerði.

Sævar Jóhannsson

Sævar Jóhannsson

Stjórnendanámið hefur hjálpað mér mikið í skipulagningu á minni vinnu sem verkefnastjóri. Námið er frábært verkfæri til að bæta sjálfan sig í samskiptum við innri og ytri aðila og einnig hefur námið hjálpað mér mikið að átta mig á hvernig stjórnandi ég er. Námið hefur opnað heilan heim af allskonar upplýsingum, fróðleik og tækni við að leita af upplýsingum. Frábærir kennarar sem koma úr atvinnulífinu og deila sinni reynslu og þekkingu til okkar og frábær hópur af fólki sem eru í svipaðri stöðu og ég. Mikil verðmæti í að kynnast fólkinu í náminu. Alveg klárlega eitt af mínum bestu ákvörðunum að hafa farið í þetta nám.

Guðný María Waage

Guðný María Waage

Ég valdi þetta nám með það að markmiði að undirbúa mig fyrir stjórnendastöðu í framtíðinni. Ég trúi því að námið veiti mér þau verkfæri og innsýn sem ég þarf til að ná þeim markmiðum.
Það hefur opnað mér nýjar leiðir og víkkað sjóndeildarhringinn á hátt sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður. Ég hef strax getað nýtt þekkinguna beint í starfi og sé skýran ávinning í daglegu lífi á vinnustað.
Ég mæli eindregið með þessu námi, það hefur ekki aðeins staðist allar mínar væntingar, heldur farið langt fram úr þeim.

Guðný María Waage (1)

Inga Jóna Þórisdóttir

Starfsfólk sem tekið hefur Stjórnendanám stjórnendafræðlunnar er skipulagðara og á auðveldara með að gera og fylgja áætlunum. Það á líka auðveldara með að takast á við krefjandi aðstæður. - Inga Jóna Þórisdóttir, Fræðslustjóri  hjá Vegagerðinni.