Fyrir hverja er Stjórnendanámið?

Stjórnendanámið er fyrir alla stjórnendur og millistjórnendur sem og starfsfólk sem hefur áhuga á að starfa sem stjórnandi/millistjórnandi í framtíðinni.

Hverjar eru forkröfurnar fyrir Stjórnendanámið?

Forkröfurnar fyrir Stjórnendanámið eru engar, aðrar en þær að hafa áhuga á að auka hæfileika þína sem stjórnandi/millistjórnandi.

Hvað stend ég uppi með eftir að hafa lokið Stjórnendanáminu?

Fyrir utan þau tengsl sem þú hefur myndað í náminu við aðra stjórnendur og þá þekkingu og leikni sem þú hefur öðlast með náminu stendurðu uppi sem betri stjórnandi. Þar fyrir utan færðu viðurkenningarskjal frá Starfsmenntastjóð Samtaka Atvinnulífsins og Sambandi Stjórnendafélaga. Þar að auki fá þeir nemendur sem standast almennar innritunarreglur íslensku Háskólanna 30 ECTS einingar að námi loknu.

Hvernig er fyrirkomulagið á náminu? 

Hver lota er ákveðið margir áfangar og hver áfangi er ein vika. Lota 1 er til dæmis 11 áfangar, þar af leiðandi stendur lota 1 yfir í ellefu vikur. Í hverjum áfanga er nýtt viðfangsefni tekið fyrir. Hver áfangi inniheldur fyrirlestra (aðgengilegir á netinu) umræður og nemendaverkefni. Nemendaverkefnin eru unnin út frá þínum vinnustað, þ.e. þú aðlagar alltaf þá þekkingu sem þú færð í hverri viku inn á þinn vinnustað í verkefnunum. Að auki er síðan Zoom fundur einu sinni í viku, á þeim fundum sem fara fram á netinu, er tekið fyrir viðfangsefni vikunnar og nemendur og kennari ræða um efnið. Er það gert til þess að dýpka skilning nemenda á efninu.

Er námið á vegum Háskólans á Akureyri? 

Nei, Stjórnendafræðslan er samstarfsverkefni starfsmenntasjóð Sambands stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins og Símenntunar Háskólans á Akureyri. Starfsmenntasjóðurinn hefur kostað námið frá upphafi og sér um allt inntak á náminu. Símenntun Háskólans á Akureyri sér um að halda utan um kennslu, skráningu og annað utanumhald.

Hver er ágóði minn af Stjórnendanáminu? 

Þeir nemendur sem klára Stjórnendanámið hafa öðlast víðtæka þekkingu og reynslu af stjórnendastörfum og fá skírteini frá Starfsmennastjóð Samtaka Atvinnulífsins og Sambands Stjórnendafélaga þess efnis. Að auki telst námið til ígildis 30 ECTS eininga.

Nú er það svo að ég er á leið í frí á meðan lotan er í gangi, eða það er ljóst að það er mikið álag um tíma, hvernig virkar það?

Við komum alltaf til móts við þarfir ykkar. Ef þið látið okkur vita af álagspunktum eða ef þið eruð að fara í frí, þá finnum við út úr því. Opnum áfanga fyrr eða veitum frest á verkefnaskil ef þannig ber við.

Ég vil fá frekari fræðslu um námið, jafnvel inn á vinnustaðinn minn, er það hægt? 

Já að sjálfsögðu, við mætum á staðinn, gefum penna og súkkulaði og svörum öllum ykkar spurningum, sama hvar á landinu þið eruð.

Ég hef frekari spurningar, hvert leita ég?

Ef þú hefur frekari spurningar, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á stefangudna@unak.is