Endurgreiðsla námsgjalda

Átt þú rétt á endurgreiðslu?

Starfsmenntasjóðir, fyrirtæki og stéttarfélög bjóða upp á námsstyrk til sinna félagsmanna. Sem dæmi má nefna að starfsmenntasjóður Sambands Stjórnendafélaga endurgreiðir 80% af námskeiðsgjaldinu til einstaklinga á hverju ári eða allt að 450.000 kr. ef námið er kostnaðarsamt. Frekari upplýsingar er hægt að finna inn á síðu Stjórnendafélagsins með því að smella hér.

Ef þú átt rétt á endurgreiðslu frá stéttarfélaginu þínu eða starfsmenntunarstjóð sem þú tengist er einfaldast að fara inn á https://attin.is/umsokn/ og sækja þar um en þar er að finna upplýsingar fyrir alla helstu sjóði sem veita styrki. Eins er algengt að fyrirtæki greiði það sem upp á vantar fyrir sína starfsmenn enda sjá fyrirtækin sér hag í því að efla sína stjórnendur og millistjórnendur.

Ef þú þarft aðstoð við að fylla út umsóknina eða vilt fá frekari upplýsingar er hægt að senda verkefnastjóra námsins tölvupóst, stefangudna@unak.is.

allef-vinicius-104792-unsplash
ben-white-138762-unsplash
alex-blajan-223771-unsplash