-
Næsta námskeið hefst
-
Yfirlit
Skráðu þig í allar loturnar í Stjórnendanáminu með einni greiðslu.
Hægt er að taka námið á tveimur árum eða skipta því niður á lengri tíma.
Endurmenntun fyrir stjórnendur og millistjórnendur
Kröfur í nútíma rekstri eru miklar og veröldin breytist á ógnarhraða. Því er nauðsynlegt að hafa yfirgripsmikla þekkingu til að sinna starfinu sem skyldi.
Vinnumarkaðurinn þarf stjórnendur og millistjórnendur sem hafa rétt verkfæri á höndum sér til að bregðast við breytingum jafnhratt og þær koma. Ef eina verkfærið í boði er hamar verða öll vandamálin nagli. Með því að búa yfir góðri verkfærakistu er hægt að bregðast við ólíkum vandamálum á mismunandi hátt sem leiðir af sér betri og skilvirkari stjórnun.
Námið veitir:
- Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Aukið sjálfstraust
- Meiri starfsánægju
Aukin tækifæri á vinnumarkaði
Hagnýtar upplýsingar
Næsta upphafsdagsetning er 5. október 2025
- Unnið er með raunveruleg viðfangsefni sem veita nemendum aukna færni í starfi
- Farið er yfir stjórnun, verkstýringu og mannaforráð
- Námsmat tekur tillit til ólíkra þarfa nemenda
Fyrirkomulag fjarnáms
Námið er að öllu leyti kennt í fjarnámi. Allt efni er inn á kennsluvef og í hverri viku er fjarfundur með nemendum og kennara.
Í hverri viku gera nemendur vikuverkefni og svara umræðuspurningu.
Inntökuskilyrði
Engar forkröfur eru gerðar um menntun
Dagskrá
Upplýsingar um lotur
Námið samanstendur af fimm sjálfstæðum lotum. Æskilegt er að ljúka lotu 1 áður en lota 2 er tekin en það er þó ekki skylda.
Hver lota skiptist í áfanga sem eru mismargir eftir lotum. Hver áfangi hefst á sunnudegi og tekur eina viku. Gert er ráð fyrir að nemendur verji um 10 klst. í nám og verkefnavinnu í hverri viku. Hóparnir hittast reglulega á fjarfundum á netinu og hafa greiðan aðgang að kennurum meðan á námi stendur.
LOTURNAR ERU EFTIRFARANDI:
Lota 1: Ég - stjórnandinn/millistjórnandinn
- 12 áfangar - 13 vikur
- Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?" og „Hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?"
Með nýjum áherslum í náminu er einnig skoðað hvernig stjórnendur geta nýtt gervigreind sem tæki til að efla eigið starf, bæta ákvarðanatöku og auka áhrif í starfi
✨ 5. október 2025 - 1. febrúar 2026 (jólafrí 14.12.25-11.01.26).
Lota 2: Stjórnun mannauðs
- 12 áfangar - 12 vikur
- Fjallar um meginatriði mannauðsstjórnunar, bæði í skipulagseiningu (deild, sviði, útibúi) og skipulagsheild (fyrirtæki, stofnun).
Fjallar um starfsaðstöðu, velferð (s.s. öryggismál, heilsufar), fjarvistir og ýmis vandamál sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við - ásamt lausnum.
✨ 8. febrúar 2026 - 24. maí 2026 (páskafrí 22.3.-14.4.26) Sumarfrí 24. maí - 30. ágúst 2026.
Lota 3: Fyrirtækið – Skipulag
- 10 áfangar - 11 vikur
Fjallað um innra skipulag fyrirtækja sem stjórnandi/millistjórnandi þarf að hafa þekkingu á og hæfni til að takast á við hverju sinni, s.s stjórnkerfisskipulag og ákvarðanatöku á þeim vettvangi, stefnuvinnu og samkeppnishæfni, formlegt starfsmannahald, gæðakerfi, öryggismál á vinnustað og viðhald tækja, einkum með tilliti til öryggis og framleiðni.
✨ 30. ágúst 2026 - 15. nóvember 2026.
Lota 4: Fyrirtækið – Rekstur
- 9 áfangar - 10 vikur
Stjórnendur / millistjórnendur eru leiddir í gegnum þau atriði í rekstraráætlunum sem þeir þurfa að standa klárir á. Þetta lýtur að markmiðum, ferlum, framleiðnimælingum, hagræðingu og tölulegum rekstrarupplýsingum.
✨ 22. nóvember 2026 - 28. febrúar 2027 ( jólafrí 13.12.26-10.1.27).
Lota 5: Fyrirtækið í nútíð og framtíð
- 8 áfangar - 8 vikur
Sjónum beint að fyrirtækinu í nær- og fjærumhverfi sínu, eigendum, viðskiptavinum, keppinautum, birgjum, stofnunum og stjórnvöldum. Fjallað er um þessa þætti í ljósi stefnu skipulagseiningar, t.d. umhverfis- og samfélagsstefnu.
✨ 7. mars 2027 - 23. maí 2027 (páskafrí 21.3-4.4.2027).
Kennarar
Hægt er að fræðast um kennarana okkar inn á https://stjornendanam.is/kennarar/
Tímabil
Kostnaður
Verð fyrir allar lotur er 1.050.000,- kr.
Félagsmönnum í stjórnendafélögum landsins býðst 80% endurgreiðsla á námsgjöldum í gegnum Menntasjóð STF.
Skoðaðu rétt þinn á endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi eða skráðu þig í félag innan STF (heimasíða Sambands stjórnendafélaga).
Umsagnir um námskeið
Stjórnendanámið færði mér verkfæri sem ég vissi ekki að ég gæti notað í stjórnun og gerði mig þar af leiðandi að betri stjórnenda fyrir vikið. Námið hjálpaði mér að fara út úr þægindarammanum sem ég var komin í sem stjórnandi og hvernig ég tók á vandamálum og áskorunum. Ég er tilbúnari að takast á við verkefni sem mér færast og leysa þau á áhrifaríkari þátt. Félagsskapurinn og spjöllin sem hafa myndast hjá okkur samnemendunum eru gulls ígildi því við fengum tækifæri til að læra líka af hvort öðru ásamt því að mynda tengslanet okkar á milli sem við getum nýtt okkur í framtíðinni. Ég myndi mæla með Stjórnendanáminu fyrir alla sem eru ekki tilbúnir í háskólanám en vilja samt bæta við sig þekkingu, eins og ég gerði.
- Birna Dögg Guðmundsdóttir
Stjórnendanámið hefur hjálpað mér mikið í skipulagningu á minni vinnu sem verkefnastjóri. Námið er frábært verkfæri til að bæta sjálfan sig í samskiptum við innri og ytri aðila og einnig hefur námið hjálpað mér mikið að átta mig á hvernig stjórnandi ég er. Námið hefur opnað heilan heim af allskonar upplýsingum, fróðleik og tækni við að leita af upplýsingum. Frábærir kennarar sem koma úr atvinnulífinu og deila sinni reynslu og þekkingu til okkar og frábær hópur af fólki sem eru í svipaðri stöðu og ég. Mikil verðmæti í að kynnast fólkinu í náminu. Alveg klárlega eitt af mínum bestu ákvörðunum að hafa farið í þetta nám.
- Sævar Jóhannsson
Stjórnendanámið kom mér skemmtilega á óvart hversu yfirgripsmikið og hagnýtt það væri. Það gaf mér dýpri skilning á hlutverki stjórnandans og verkfæri sem ég hef strax getað nýtt í starfi mínu sem leikskólastjóri. Ég finn að ég tek ákvarðanir með meiri festu, samskipti eru markvissari og ég hef öðlast aukið sjálfstraust í leiðtogahlutverkinu.
Sem stjórnandi í leikskóla mun ég halda áfram að byggja á því sem ég hef lært og nýta þessa þekkingu í daglegum áskorunum. Einnig er ég þakklát fyrir þau dýrmætu tengsl sem urðu til í náminu – hóp fagfólks sem ég get leitað til eftir ráð og stuðning þegar á reynir.
- Eygló Sif Halldórsdóttir
Stjórnendanámið er afar gagnlegt og vel upp sett. Það er 100% fjarnám sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Loturnar eru fróðlegar og hagnýtar, og margt af því sem ég lærði gat ég strax byrjað að nýta mér í mínu starfi. Námið styrkti mig bæði faglega og persónulega sem stjórnanda.
- Bylgja Dögg Kristjánsdóttir
Ég valdi þetta nám með það að markmiði að undirbúa mig fyrir stjórnendastöðu í framtíðinni. Ég trúi því að námið veiti mér þau verkfæri og innsýn sem ég þarf til að ná þeim markmiðum.
Það hefur opnað mér nýjar leiðir og víkkað sjóndeildarhringinn á hátt sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður. Ég hef strax getað nýtt þekkinguna beint í starfi og sé skýran ávinning í daglegu lífi á vinnustað.
Ég mæli eindregið með þessu námi, það hefur ekki aðeins staðist allar mínar væntingar, heldur farið langt fram úr þeim.
- Guðný María Waage
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða