Af hverju fjarnám?

Fjarnám, fyrir alla

Háskólinn á Akureyri hefur áralanga reynslu og er leiðandi stofunun í sveigjanlegu námi sem og fjarnámi hér á landi. Símenntun HA býr yfir fjölbreyttum og framúrskarandi tæknilegum búnaði sem býður upp á sveigjanlegt námsmat og auðveldu aðgengi að kennurum og öðrum nemendum.

Í fyrsta áfanga í Lotu 1 er nemendum kennt á alla tæknilega þætti námsins til að auka sjálfbærni nemenda í náminu. Eins er verkefnastjóri námsins ávallt til taks til að aðstoða nemendur þegar þess er þörf.

Námið er byggt upp í þeim tilgangi að mæta þörfum nemenda sem hafa mismunandi bakgrunn innan skólakerfisins. Engar forkröfur eru gerðar um fyrra nám og tekið er tillit til ólíkra þarfa nemenda hvað námsmat varðar.

Kennslukerfið sem notast er við í náminu býður notendum upp á þægilegt, auðskiljanlegt viðmót. Þar verða allir fyrirlestrar frá kennurum sem og verkefni og próf. Inná Canvas er meðal annars boðið upp á að skila verkefnum og fyrirspurnum sem hljóðskrá í stað texta ef þess er óskað. Þar með kemur Símenntun HA til móts við mismunandi þarfir nemenda og með því er hægt að virkja alla nemendur til að taka þátt í því lærdómssamfélagi sem stefnt er að búa til. Með virku lærdómssamfélagi læra nemendur af kennurum sem og hvor öðrum, enda mikil reynsla og kunnátta fólgin í nemendunum sjálfum.

allef-vinicius-104792-unsplash
ben-white-138762-unsplash
alex-blajan-223771-unsplash