Stjórnendanámið

Stjórnendanámið er fyrir alla

Endurmenntun fyrir stjórnendur og millistjórnendur

Kröfur í nútíma rekstri eru miklar og veröldin breytist á ógnarhraða. Því er nauðsynlegt að hafa yfirgripsmikla þekkingu til að sinna starfinu sem skyldi.

Vinnumarkaðurinn þarf stjórnendur og millistjórnendur sem hafa rétt verkfæri á höndum sér til að bregðast við breytingum jafnhratt og þær koma. Ef eina verkfærið í boði er hamar verða öll vandamálin nagli. Með því að búa yfir góðri verkfærakistu er hægt að bregðast við ólíkum vandamálum á mismunandi hátt sem leiðir af sér betri og skilvirkari stjórnun.

Námið veitir:

  • Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
  • Aukið sjálfstraust
  • Meiri starfsánægju
  • Aukin tækifæri á vinnumarkaði
  • Engar forkröfur um menntun
  • Unnið er með raunveruleg viðfangsefni sem veita nemendum aukna færni í starfi
  • Farið er yfir stjórnun, verkstýringu og mannaforráð
  • Námsmat tekur tillit til ólíkra þarfa nemenda
  • Þátttakendur hafa möguleika á að klára öll námskeiðin á tveimur árum
  • Námið er að öllu leyti kennt í fjarnámi
  • Styrkhæft hjá fræðslusjóðum