Næstu lotur
Hvað segja nemendur okkar?
Birna Dögg Guðmundsdóttir
Stjórnendanámið færði mér verkfæri sem ég vissi ekki að ég gæti notað í stjórnun og gerði mig þar af leiðandi að betri stjórnenda fyrir vikið. Námið hjálpaði mér að fara út úr þægindarammanum sem ég var komin í sem stjórnandi og hvernig ég tók á vandamálum og áskorunum. Ég er tilbúnari að takast á við verkefni sem mér færast og leysa þau á áhrifaríkari þátt. Félagsskapurinn og spjöllin sem hafa myndast hjá okkur samnemendunum eru gulls ígildi því við fengum tækifæri til að læra líka af hvort öðru ásamt því að mynda tengslanet okkar á milli sem við getum nýtt okkur í framtíðinni. Ég myndi mæla með Stjórnendanáminu fyrir alla sem eru ekki tilbúnir í háskólanám en vilja samt bæta við sig þekkingu, eins og ég gerði.
Sævar Jóhannsson
Stjórnendanámið hefur hjálpað mér mikið í skipulagningu á minni vinnu sem verkefnastjóri. Námið er frábært verkfæri til að bæta sjálfan sig í samskiptum við innri og ytri aðila og einnig hefur námið hjálpað mér mikið að átta mig á hvernig stjórnandi ég er. Námið hefur opnað heilan heim af allskonar upplýsingum, fróðleik og tækni við að leita af upplýsingum. Frábærir kennarar sem koma úr atvinnulífinu og deila sinni reynslu og þekkingu til okkar og frábær hópur af fólki sem eru í svipaðri stöðu og ég. Mikil verðmæti í að kynnast fólkinu í náminu. Alveg klárlega eitt af mínum bestu ákvörðunum að hafa farið í þetta nám.
Stjórnendafræðslan
Stjórnendanámið er á vegum Starfsmenntasjóðs Samtaka Atvinnulífsins (SA) og Sambands stjórnendafélaga (STF) í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Starfsmenntasjóður Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka Atvinnulífsins veitir allt að 80% styrk fyrir félagsmenn sína. Önnur stéttarfélög greiða í samræmi við réttindi sinna félagsmanna.
