Hagnýtt 100% fjarnám fyrir stjórnendur og millistjórnendur.

Af hverju Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar?

100% Fjarnám

Stjórnendanámið er í 100% fjarnámi. Eina sem þú þarft er virk nettenging og vilji til að verða betri stjórnandi eða millistjórnandi. Nemendur hitta kennarann sinn og samnemendur einu sinni í viku í gegnum netið. Að öðru leiti ræður þú þér alveg sjálf/ur.

Hagnýtt og sveigjanlegt nám

Við viljum vinna með þér. Námið er byggt upp fyrir fólk í vinnu, þar af leiðandi aðlögum við okkar verkefni að þér og þínum vinnustað. Með því færðu strax innsýn í hvernig hægt er að nýta inntak námsins á þínum vinnustað.

Búið til með þarfir vinnumarkaðarins í huga

Þegar Stjórnendanámið var búið til var leitað til stjórnenda og millistjórnenda til að fá þeirra skoðun á hvaða kunnáttu vantaði inn á vinnumarkaðinn. Þær niðurstöður voru notaðar til að búa til inntak námsins.
Við eigum í stöðugu samtali við vinnumarkaðinn og þróum okkur áfram samhliða honum.

Næstu lotur

Lota 1 Vorhópur
Card Image

Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka…

  • kr 150.000
  • Hefst: 06-01-2019
Lota 2.2 Hausthópur
Card Image

Fjallar um starfsaðstöðu, velferð (s.s. öryggismál, heilsufar), fjarvistir og ýmis vandamál sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við - ásamt lausnum.

  • kr 150.000
  • Hefst: 24-02-2019

Stjórnendafræðslan

Stjórnendanámið er á vegum Starfsmenntasjóðs Samtaka Atvinnulífsins (SA) og Sambands stjórnendafélaga (STF) í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Starfsmenntasjóður Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka Atvinnulífsins veitir allt að 80% styrk fyrir félagsmenn sína. Önnur stéttarfélög greiða í samræmi við réttindi sinna félagsmanna.

Hvað segja nemendur okkar?

Sigurður Jörgen Óskarsson Vinnslustjóri Samherja á Dalvík

Ég hef starfað við stjórnun í 30 ár og fannst þetta frábært tækifæri til að fylla í eyðurnar og sjá hvað ég hef verið að gera rétt og hvað mætti betur fara. Að auki hef ég öðlast heilmikla nýja þekkingu. Námið er í 100% fjarnámi og hefur því ekki truflað starf mitt heldur bætt það…

Jónína H. Jónsdóttir Verkefnastjóri hjá Stjórnendafélagi Suðurlands

Stjórnendanámið hefur eflt mig í samskiptum og ákvarðanatöku við mína félagsmenn. Fjarnámið hentar mér mjög vel og er frábært fyrir landsbyggðarfólk.  Það að vera með vikulega fundi á netinu gerir þetta skemmtilegt og það styrkir mann að heyra sjónarmið annarra.  Aðgengi að námsefni er gott og til fyrirmyndar hvernig innri vefur námsins var kynntur í…

Bríet Arnardóttir Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði

Fjarnámið er hrein snilld og sveigjanleikinn í þessu tiltekna námi er til fyrirmyndar fyrir fólk sem er í krefjandi stöðu yfirmanna.  Mér finnst ég vera mjög heppin að hafa fengið tækifæri til að eflast og bæta mig í starfi.  Það sem við höfum lært í Stjórnendanáminu hjálpar mér á hverjum degi, í samskiptum við mína…

Arnar Ingi Lúðvíksson Verkstjóri hjá Nóa Siríus

Þær lotur sem eru búnar hafa klárlega hjálpað mér í starfi, þar sem það er farið yfir flestar þær aðstæður  sem koma og geta komið upp á vinnustað. Þetta nám er í 100% fjarnámi og finnst mér það mjög gott. Zoom fundirnir eru fróðlegir þar sem allir hittast þar og fara yfir og miðla sinni…