Hagnýtt 100% fjarnám fyrir stjórnendur og millistjórnendur.

Af hverju Stjórnendanám?

100% Fjarnám

Stjórnendanámið er í 100% fjarnámi. Eina sem þú þarft er virk nettenging og vilji til að verða betri stjórnandi eða millistjórnandi. Nemendur hitta kennarann sinn og samnemendur einu sinni í viku í gegnum netið. Að öðru leyti ræður þú þér alveg sjálf/ur.

80% endurgreiðsla námskostnaðar

Félagsmenn í stjórnendafélögum landsins býðst 80% endurgreiðsla á námsgjöldum í gegnum Menntasjóð STF. Skoðaðu rétt þinn á endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi eða skráðu þig í félag innan STF. (Heimasíða Sambands stjórnendafélaga)

Hagnýtt og sveigjanlegt

Við viljum vinna með þér. Námið er byggt upp fyrir fólk í vinnu, þar af leiðandi aðlögum við okkar verkefni að þér og þínum vinnustað. Með því færðu strax innsýn í hvernig hægt er að nýta inntak námsins á þínum vinnustað.

Lærðu af þeim bestu

Í náminu kenna 24 þaulreyndir kennarar og leiðbeinendur sem eru hver fyrir sig sérfræðingar á sínu sviði. Þau koma víðs vegar að úr atvinnulífinu og háskólum landsins sem gefur nemendum breiða vídd og mismunandi sjónarhorn.

Þarfir vinnumarkaðarins

Þegar Stjórnendanámið var búið til var leitað til stjórnenda og millistjórnenda til að fá þeirra skoðun á hvaða kunnáttu vantaði inn á vinnumarkaðinn. Þær niðurstöður voru notaðar til að búa til inntak námsins.
Við eigum í stöðugu samtali við vinnumarkaðinn og þróum okkur áfram samhliða honum.

Allir geta skráð sig

Í námið eru engar forkröfur sem þýðir að það geta allir skráð sig í námið. Hvort sem þú ert nýgræðingur í stjórnunarhlutverki eða vilt dýpka þekkingu þína, er námið opið öllum sem vilja bæta sig og læra nýja hluti.

Næstu lotur

Lota 2 – Stjórnun mannauðs
Card Image

Lota 2 fjallar um meginatriði mannauðsstjórnunar í skipulagseiningum (deildir, svið, útibú) og skipulagsheildum stofnana og fyrirtækja, ásamt velferð, heilsufari, fjarvistum og ýmsum vandamálum sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við…

  • kr 210.000
  • Hefst: 08-02-2026
Lota 4 – Fyrirtækið – Rekstur
Card Image

Stjórnendur / millistjórnendur eru leiddir í gegnum þau atriði í rekstraráætlunum sem þeir þurfa að standa klárir á. Þetta lýtur að markmiðum, ferlum, framleiðnimælingum, hagræðingu og tölulegum…

  • kr 210.000
  • Hefst: 25-01-2026
Allar loturnar í Stjórnendanáminu
Card Image

Skráðu þig í allar loturnar í Stjórnendanáminu með einni greiðslu. Hægt er að taka námið á tveimur árum eða skipta því niður á lengri tíma.Endurmenntun fyrir…

Hvað segja nemendur okkar?

Birna Dögg Guðmundsdóttir

Birna Dögg Guðmundsdóttir

Stjórnendanámið færði mér verkfæri sem ég vissi ekki að ég gæti notað í stjórnun og gerði mig þar af leiðandi að betri stjórnenda fyrir vikið. Námið hjálpaði mér að fara út úr þægindarammanum sem ég var komin í sem stjórnandi og hvernig ég tók á vandamálum og áskorunum. Ég er tilbúnari að takast á við verkefni sem mér færast og leysa þau á áhrifaríkari þátt. Félagsskapurinn og spjöllin sem hafa myndast hjá okkur samnemendunum eru gulls ígildi því við fengum tækifæri til að læra líka af hvort öðru ásamt því að mynda tengslanet okkar á milli sem við getum nýtt okkur í framtíðinni. Ég myndi mæla með Stjórnendanáminu fyrir alla sem eru ekki tilbúnir í háskólanám en vilja samt bæta við sig þekkingu, eins og ég gerði.

Sævar Jóhannsson

Stjórnendanámið hefur hjálpað mér mikið í skipulagningu á minni vinnu sem verkefnastjóri. Námið er frábært verkfæri til að bæta sjálfan sig í samskiptum við innri og ytri aðila og einnig hefur námið hjálpað mér mikið að átta mig á hvernig stjórnandi ég er. Námið hefur opnað heilan heim af allskonar upplýsingum, fróðleik og tækni við að leita af upplýsingum. Frábærir kennarar sem koma úr atvinnulífinu og deila sinni reynslu og þekkingu til okkar og frábær hópur af fólki sem eru í svipaðri stöðu og ég. Mikil verðmæti í að kynnast fólkinu í náminu. Alveg klárlega eitt af mínum bestu ákvörðunum að hafa farið í þetta nám.

Sævar Jóhannsson
Benedikt Snær Magnússon
Eygló Sif Halldórsdóttir
Einar Logi Friðjónsson
Bylgja Dögg Kristjánsdóttir

Stjórnendafræðslan

Stjórnendanámið er á vegum Starfsmenntasjóðs Samtaka Atvinnulífsins (SA) og Sambands stjórnendafélaga (STF) í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Starfsmenntasjóður Sambands Stjórnendafélaga og Samtaka Atvinnulífsins veitir allt að 80% styrk fyrir félagsmenn sína. Önnur stéttarfélög greiða í samræmi við réttindi sinna félagsmanna.

Please enter your name.
Please enter a valid phone number.
Please enter a message.