Jónína H. Jónsdóttir Verkefnastjóri hjá Stjórnendafélagi Suðurlands
Stjórnendanámið hefur eflt mig í samskiptum og ákvarðanatöku við mína félagsmenn. Fjarnámið hentar mér mjög vel og er frábært fyrir landsbyggðarfólk. Það að vera með vikulega fundi á netinu gerir þetta skemmtilegt og það styrkir mann að heyra sjónarmið annarra. Aðgengi að námsefni er gott og til fyrirmyndar hvernig innri vefur námsins var kynntur í upphafi. Styrkleikar þessa náms tel ég vera hæfni kennara og leiðbeinenda. Það var aðeins efi í mínum huga þar sem ég er ekki með mannaforráð en námið hefur styrkt mig mikið og ég hvet fólk eindregið til að skrá sig í Stjórnendanámið.