Ég valdi námið þar sem að ég stefni á að fá stjórnendastöðu einn daginn og tel ég að þetta nám hjálpi mér að ná mínu markmiði að verða stjórnandi. Námið hefur opnað dyr sem ég var ekki að spá í áður og ég er alltaf að nota það sem ég er að læra í náminu á mínum vinnustað. Ég mæli hiklaust með þessu námi og námið stendur algjörlega undir væntingum mínum og gott betur en það.