Námið hefur hjálpað mér svo mikið að það er himinn og haf á milli þess hvað vinnan mín er orðin þægilegri, álagið orðið hæfilegt og ég næ að innleiða strax það sem við erum að læra. Ég lærði mikið af því að skipuleggja mig og er það að nýtast mér vel, aukið sjálfstraust og trú á sjálfa mig, sem er lykillinn í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.
Fyrir mig var skráning í námið það allra besta sem ég gat gefið sjálfri mér.

Ég mæli með þessu námi fyrir alla millistjórnendur og stjórnendur og auðvitað þá sem langar að feta sig í þá átt. Námið stendur 100% undir væntingum, það er skemmtilega uppsett og hver einasta vika einkennist af uppgvötunum og mikilli skemmtun, kennararnir eru allir frábærir, jákvæðir og hjálpsamir. Í náminu eru nemendur sem vinna allskonar ólíka vinnu en öll eigum við það sameiginlegt að vera að stjórna og við lærum ótrulega mikið af hvort öðru.