Eyþór Ívar Jónsson

Eyþór Ívar Jónsson


Kynning á kennaranum

Eyþór Ívar Jónsson er lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Eyþór kennir einnig við Háskóla Íslands og hefur rekið Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhættir undanfarin ár sem hefur komið að verkefnum eins og Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og stjórnendanámskeiðinu Góðir stjórnarhætti – Viðurkenndir stjórnarmenn. Hann er stofnandi og forstöðumaður verkefnisins A-Board í samvinnu við CBS sem er ráðgjafarstjórnarprógram þar sem MBA nemum gefst tækifæri á að sitja í stjórnum fyrirtækja. Um 160 fyrirtæki hafa farið í gegnum þetta prógram. Eyþór er virkur í alþjóðlegu samstarfi. Hann er m.a. í stjórn European Academy of Management (EURAM) og World Business Angel Investment Forum (WBAF) fyrir hönd Íslands. Árið 2018 stýrði hann ráðstefnunni EURAM 2018 sem er stærsta akademíska ráðstefnan á sviði viðskiptafræði sem haldin hefur verið á Íslandi en um 1.700 erlendir fræðimenn sóttu ráðstefnuna. Eyþór er með doktorspróf frá Henley Business School í Bretlandi.