Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir


Kynning á kennaranum

Ingibjörg lauk MSc námi í mannauðsstjórnun, BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og Dipl.Msc í jákvæðri sálfræði frá sama skóla. Hún sinnir  alhliða mannauðs- og stjórnendaráðgjöf með aðsetur á Norðurlandi.

Ingibjörg  hefur mikla reynslu af mannauðsmálum hér heima og í Þýskalandi.  Hún var mannauðsstjóri Genis líftæknifyrirtækis á Siglufirði  frá 2015 – 2018 og mannauðsstjóri innan Ableton tónlistarhugbúnaðarfyrirtækis í Berlín í fimm ár. Ingibjörg var sérfræðingur í stefnumótunarnefnd forsætisráðuneytisins um upplýsingasamfélagið og rafræna stjórnsýslu.