Sigríður Björk Þormar

Sigríður Björk Þormar


Kynning á kennaranum

Sigríður Björk er eigandi Sálfræðingana Lynghálsi 9 og starfar á þeirri stofu. Að auki kennir hún við Háskólann í Reykjavík. Sigríður hefur sérhæft sig í kvíðameðferð, meðferð og forvörnum áfalla (eins og gerð viðbragðsáætlana) og meðvirkni. Einnig hefur Sigríður lagt sérstaka áherslu á aðstoð við fólk sem upplifir kynhneigðarvanda. Sigríður hefur unnið að verkefnum fyrir Alþjóða samband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í Genf þar sem hún hefur sinnt mati á sálrænum verkefnum eftir hamfarir. Einnig er hún partur af viðbragðsteymi IFRC sem bregst við á fyrstu klukkutímunum eftir hamfarir og leggur drög að og setur upp verkefni tengd sálrænum stuðningi fyrir þolendur hamfara. Sigríður er með mastersgráðu í heilsu og klínískri sálfræði og hefur einnig lokið doktorsnámi í Áfallasálfræði við Amsterdam Háskóla og Háskólasjúkrahúsið í Amsterdam undir handleiðslu Prof. Dr. Miröndu Olff sem er í dag forseti Alþjóðasambands Áfallarannsókna. Sigríður hefur sérhæft sig í úrvinnslu áfalla og hefur einnig lokið sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við Háskóla Íslands og Oxford Center for Cognitive Behavioral Therapy. Ásamt þessu hefur hún lokið þjálfun í notkun EMDR við meðferð áfalla.