Svava Jónsdóttir

Svava Jónsdóttir


Kynning á kennaranum

Svava hefur sinnt ýmsum stjórnunar- og ráðgjafastörfum á sviði heilsu- og vinnuverndar, öryggismála, starfsendurhæfingar og mannauðsstjórnunar, bæði hjá opinberum aðilum og einkareknum fyrirtækjum. Hún var með sitt eigið ráðgjafafyrirtæki frá árinu 2013 þar til hún hóf störf hjá Vinnueftirlitinu í byrjun árs 2017 sem sviðsstjóri Almenns eftirlits. Svava er hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í starfsmannaheilsuvernd frá Arbetslivsinstitutet og Hälsohögskolan í Stokkhólmi. Hún er með Diplómapróf í verkefnastjórnun, leiðtogaþjálfun og mannauðsstjórnun og útskrifaðist frá Háskóla Íslands með MBA-gráður vorið 2016.