Öryggi og persónuvernd á vefnum

Þegar þú notar vef Stjórnendanáms verða til upplýsingar um heimsóknina. Stjórnendanámið miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.

Notkun á vafrakökum

Við notum vefkökur fyrir bestu upplifun á vef okkar. Vefkaka er lítil textaskrá sem hleðst í vafra þegar vefur okkar er heimsóttur. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna og auðvelda notendum aðgang að margs konar aðgerðum.

Þeir sem vilja aftengja eða losa sig við vefkökur geta gert það í stillingum á þeim vafra sem notast er við. Tekið skal fram að aftenging eða eyðing á vafrakökum getur haft afgerandi áhrif á notendaupplifun og stillingar á tengdum vefsvæðum.

Vefmælingar

Google Analytics, Siteimprove og Facebook pixel eru notuð til notkunarmælinga á vefnum. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir, hvaða vafra vefurinn ætti að styðja og finna brotna tengla. Einnig til að mæla árangur markaðsstarfs okkar. Upplýsingarnar eru ópersónurekjanlegar í okkar notkun.

SSL skilríki

Vefsíða Stjórnendanámsins er með SSL skilríki. Það þýðir að allur gagnaflutningur til og frá síðunni er dulkóðaður og því öruggari. SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem eru send í gegn um vefinn, eins og til dæmis lykilorð.

Tenglar á aðra vefi

Vefur Stjórnendanámsins getur innihaldið tengla á aðrar vefsíður og ber Stjórnendanámið ekki ábyrgð á efni þeirra eða öryggi notenda þegar farið er af vefsvæði stjórnendanámsins. Að auki berum við enga ábyrgð á efni vefsíðna sem eru með tengla sem vísa á vefsíður stjórnendanámsins.

Var efnið hjálplegt?

Á flestum síðum vefsins er hægt að skrá ábendingu um hvað megi betur fara á síðunni. Notendur geta gefið upp netfang sitt svo hægt sé leiðbeina þeim eða óska eftir frekari upplýsingum.

Tölvupóstur til vefumsjónar

Hægt er að senda tölvupóst til vefumsjónar, stjornendanam@unak.is, með ábendingar er varðar vefinn. Þeir tölvupóstar eru ekki geymdir.

Fyrirvari

Þótt leitast sé við að hafa upplýsingar á vef Stjórnendanámsins réttar og í samræmi við nýjustu stöðu mála er ekki ávallt hægt að ábyrgjast að svo sé. Þetta á einnig við um tilvísanir og tengla í efni utan vefsins.

Fyrirspurnir

Fyrirspurnum og erindum vegna persónuverndar og meðferð persónuupplýsinga er meðal annars unnt að koma á framfæri bréfleiðis:

Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar
Háskólinn á Akureyri
Norðurslóð 2
600 Akureyri

eða með tölvupósti á stjornendanam@unak.is